<$BlogRSDURL$>

Friday, April 01, 2005

Munnmælasögur#16
Þegar ég kom vestur í páskafrí fyrir tveimur árum þá lenti ég í sérstöku atviki á Ísafjarðarflugvelli. Er ég kom út úr flugstöðinni hitti ég Torfa Jó vin minn og heilsaði upp á hann og lagði frá mér ferðatöskuna á meðan. Taskan stóð upprétt á götunni skammt frá bílastæðunum sem eru nær byggingunni. Fljótlega heyri ég dynk, og lít við og sé að jeppi hafði velt töskunni um koll, og við svo búið keyrir hann yfir töskuna. Út úr bílnum stígur Orkubúsmaðurinn Hreinn Pálsson sem var verulega brugðið því hann hafði ekki hugmynd um hvað hafði orðið undir bílnum. En þetta var nú ekkert stórmál þvi ég hafði ekki verið með neitt brothætt í töskunni, og taskan sjálf eldgömul. Daginn eftir fæ ég sms frá Orkubúsmanninum Dóra Magg (HáEmm) þar sem stóð: "Ég frétti að þú hefðir staðið fyrir nærfatasýningu á flugvellinum í gær". Var mér nokkuð skemmt þegar ég frétti nokkru síðar að Hreinn hefði nýlega farið í rándýra augnaðgerð og neitað að ganga/keyra með gleraugu eftir hana.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?