<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 14, 2005

Munnmælasögur#26
Til þess að hafa gaman af þessari sögu þarft þú lesandi góður að fletta upp sögu númer 23 sem birtist hér mánudaginn 23. maí, og lesa hana fyrst. Ég bíð bara á meðan. Það sem hér fer á eftir er eins konar framhald af þeirri sögu. Ég og Doddi Tangó vorum að keyra í gegnum Borgarnes á föstudagskveldi fyrir skömmu síðan og Doddi stingur upp á því að kíkja á Hjallinn hans Orra. Ég spyr vertinn á Shell-skála þeirra Borgnesinga hvort til sé gata í bænum sem heiti Brákarbraut. "Já Já, þú ferð bara fram hjá Pósthúsinu....hvaða húsi ertu annars að leita að?" "Hjallinum" svaraði ég. "Já Hjallinum. Þá ferðu bara fram hjá Pósthúsinu, svo til vinstri og svo til hægri þá sérðu Hjallinn!" sagði vertinn. Það er augljóst að hvert mannsbarn í plássinu kannast við Hjallinn. Við renndum upp að húsinu og sáum jeppann hans Orra fyrir utan. Ég hringdi í hann og sagði honum að mæta út á tröppur, því ég vildi vera öruggur um að hið sérkennilega hús sem var fyrir framan okkur væri hið rétta. Út kemur Orri, ber að ofan og með sveðju í hendinni sem var víst steinullarhnífur. Á þessum tímapunkti var mér skapi næst að bruna út úr bænum. Ég fékk grand tour hjá eigandanum sem lét þessi fleygu orð falla er hann sýndi okkur útsýnið: "Strákar, þetta hús á eftir að gera mig ríkann" !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?