<$BlogRSDURL$>

Friday, July 01, 2005

Duran lifir
Þá er maður búinn að sjá Duran Duran live. Þá er það frá. Annars virðist maður ætla koma ýmsu frá þetta árið, Duran, Alice Cooper, hola í höggi og Humarhátíð svo eitthvað sé nefnt. Sérstök tilfinning að sjá Duran loksins live. Mögnuð stemning þegar þeir tóku gömlu smellina. Það mátti engu muna að ég félli í yfirlið þegar Andy Taylor tók gítarsóló í Planet Earth sem var númer 3 á dagskránni. Hann lét Angus Young líta út eins og götusópara í samanburðinum. Tók eftir því að það er nettur rokkarafílingur í nýja efninu þeirra. Það er hið besta mál. Þetta voru ljómandi fínar tvíbökur, hverrar krónu virði. Jafnframt sýndi undirritaður áður óþekkta fyrirhyggju og var á undan umferðarþunganum báðar leiðir. Og bláedrú sem varla þarf að taka fram ólíkt mörgum öðrum tónleikagestum, ussssssss.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?