<$BlogRSDURL$>

Wednesday, August 31, 2005

Flimtingamenn athugið!
Síðuhaldari er nú staddur í Villta vestrinu og verður fram yfir helgi. Á Traðarstígnum hef ég lagst í margvíslegar rannsóknir. Meðal annars hef ég rannsakað nokkuð gamlar eigur og rakst meðal annars á skóladót frá upphafi skólagöngu minnar. Skoðaði ég stundatöflur sem ég var með þegar ég var 7 og 8 ára. Vakti það athygli mína að ég þurfti yfirleitt ekki að mæta fyrr en eftir hádegi, og alveg í fyrsta lagi klukkan 11. Nokkuð hefur borið á því í gegnum tíðina að fólk hafi gert athugasemdir við svefnþörf af minni hálfu og tímasetningar á fótferðatímum. Nú hef ég komist að því hvað er orsök og hvað afleiðing. Börnin læra sem fyrir þeim er haft og snemma beygist krókurinn. Svefnvenjur mínar eru því einfaldlega tilkomnar af venjum úr miðstýrðu opinberu skólakerfi sem ég aldist upp við. Það er líka allt í lagi, heilinn fer ekki í gang fyrir hádegi hvort sem er eins og rannsóknir Georgs Gírlausa sýna. En Geðmundur Gunnars og aðrir flimtingamenn eru beðnir um að hafa þessar upplýsingar hugfast og beina glósum sínum í aðra farvegi en þá sem tengjast fótferðatímum síðuhaldara.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?