<$BlogRSDURL$>

Sunday, September 18, 2005

Landsbankadeild lokið
Landsbankadeildinni lokið og loksins féllu Framarar. Ég ætla að birta spána mína aftur til gamans en hún fór í loftið rétt fyrir mót. Þar virðist óskhyggjan hafa borið mig ofurliði er ég spáði KR sigri, höfuðlausum her. Hins vegar voru menn að spá Grindavík og ÍBV falli yfir landið þvert og endilangt, en síðuhaldari hlustaði ekki á svoleiðis kjaftæði og spáði Þrótturum og Frömurum falli. Hægt er að finna rökstuðninginn og spána í færslum frá því í maí.

Spá síðuhaldara:
1. KR
2. FH
3. ÍA
4. Valur
5. Fylkir
6. Keflavík
7. ÍBV
8. Grindavík
9. Fram
10. Þróttur

Lokastaðan:
1. FH
2. Valur
3. ÍA
4. Keflavík
5. Fylkir
6. KR
7. Grindavík
8. ÍBV
9. Fram
10. Þróttur R.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?