<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 23, 2006

Orðrétt
"Eins og dyggir lesendur Tíkarinnar vita þá er Össur Skarphéðinsson alþingsmaður einn helsti talsmaður vefritsins og annað veifið beinir hann skrifum sínum í átt til okkar tíka. Fögnum við að sjálfssögðu allri athygli sem hann beinir að síðunni okkar.Í kjölfar pistils Össurar á ossur.hexia.net vill ritstjórn Tikin.is fullvissa Össur um að hann þarf ekki að segja brandara um að ná ekki í sætustu stelpuna til að við skrifum álnarlanga dálka um hann. Það er í raun alveg nóg að hann sé í Samfylkingunni.
Ritstjórn finnst rétt að taka fram að henni þykir samlíking formanns Sjálfstæðisflokksins vissulega óheppileg en þó hjákátleg. Ritstjórn Tikin.is telur engan veginn að þetta framlag endurspegli viðhorf formannsins til kvenna og hvað þá stöðu þeirra innan Sjálfstæðisflokksins, við þekkjum okkar jafnréttissinnaða (for)mann.
En þar sem langt er síðan álnarlangur dálkur hefur birst um Össur hér á Tíkinni þá býður ritstjórn Össuri að vera næsti gestapenni vefritsins. Við bíðum spenntar eftir svari frá alþingsmanni Samfylkingarinnar."
-Ritstjórn Tíkarinnar á www.tikin.is.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?