<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 23, 2006

Golfið
Golftímabilið er farið að rúlla. Búinn að fara í þrjú mót: Var á 82 í Leirunni, fékk svo 30 punkta á Skaganum og svo 38 punkta á Korpunni um síðustu helgi þar sem síðuhaldari spilaði með Rögga, Ragga og Bjarti. Forgjöfin var í 8,9 í upphafi sumars en er nú í 8,6 sem er personal best so far. Upp á Skaga um daginn spilaði ég með Sigurði Elvari vini mínum af Mogganum. Á einni fallegustu holu landsins: (ég veit að Salvar mun snúa út úr þessu) 3. holunni, skellti Elvar sér holu í höggi í fyrsta skipti. Það var skemmtilegt að verða vitni að þessu enda höggið með glæsilegasta móti: eða bakspuna, fyrir þá sem skilja það. Ekki var síður skemmtilegt að sjá Elvar taka upp bjórinn í kjölfarið klukkan 10 að morgni. Svona eiga pennar að vera.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?