<$BlogRSDURL$>

Friday, March 23, 2007

Munnmælasögur#59
Síðuhaldari átti gott spjall við PapaMug í vikunni þar sem Muggi kvartaði yfir því að hafa ekki komið við sögu í Munnmælasögunum lengi. Það er því ekki úr vegi að skella inn sögunni af því hvernig listamannsnafnið Mugison varð til, en Muggi sagði mér þessa útgáfu af sögunni þegar hann var að aðstoða síðuhaldara á Ísafjarðarhöfn um árið. Þó svo að oft hafi verið sagt frá þessu í viðtölum við þá feðga, þá er ég ótrúlega oft spurður að því í sódómunni hvernig nafnið Mugison kom til.

"Þegar Muggi ól manninn í Malasíu í nokkur ár var hann að eigin sögn dáðasti karókísöngvari Suðaustur Asíu. Í hjáverkum kenndi hann innfæddum sjómönnum til verka. Öddi heimsótti kallinn nokkrum sinnum á meðan dvölinni stóð. Þræddu þeir þá karókí pöbbana við gríðarlega góðar undirtektir heimamanna, enda lumar hafnarstjórinn á góðri Elvis rödd. Þegar feðgarnir birtust í dyragættinni á karókípöbbunum, görguðu innfæddir upp yfir sig: "Hei Mr. Múgí and Múgíson"!! Listamannsnafnið er því fætt í Malasíu."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?