<$BlogRSDURL$>

Thursday, October 25, 2007

Sama umræðan
Vegna þeirrar umræðu sem nú á sér stað, vegna frumvarps margra þingmanna um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu, þá vil ég hvetja fólk til þess að kynna sér umræðuna sem skapaðist í aðdraganda þess, að íslenskir stjórnmálamenn treystu löndum sínum til þess að versla sér bjór seint á níunda áratuginum. Það er afar fróðlegt að bera umræðuna um þessi tvö frumvörp saman, því rökin með og á móti eru þau sömu. Annars vegar um aukið frelsi einstaklingum til handa og hins vegar lýðheilsumál. Það má því spyrja í leiðinni hvort fólk telji almennt að bjórfrumvarpið fræga hafi verið mistök? Þeir sem eru andvígir frumvarpinu sem nú er í gildi, telja væntanlega að reynslan af bjórnum sé slæm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?