<$BlogRSDURL$>

Tuesday, December 02, 2008

Big Ron#4
Á einhverjum tímapunkti byrjaði síðuhaldari á þessum dagskrárlið til heiðurs snillingunum Big Ron Atkinson sem lengi var knattspyrnustjóri í enska boltanum. Var þetta uppáhaldsdagskrárliður þorskapabbans Tóta tarfs, a.k.a The Codfather.

Tímabilið 1998-1999 var Big Ron að stjórna liði Nottingham Forest. Liðið "náði" sögulegum úrslitum þegar United kom í heimsókn. United vann 8:1 sem þó var ekki stærsta frétt dagsins, því Solskjær hafði komið inn á sem varamaður ellefu mínútum fyrir leikslok og skoraði fjögur síðustu mörkin. Big Ron hafði þetta að segja eftir leikinn: "Það var eins gott að Solskjaer kom ekki fyrr inn á. Þá hefðum við verið í vandræðum" !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?