<$BlogRSDURL$>

Monday, February 09, 2004

Offramboð af Svanfríði
Ég sá að Svanfríður Jónasdóttir var mætt í Kastljósið um daginn, væntanlega sem fulltrúi Samfylkingarinnar. Mér finnst merkilegt að eftir að hún hætti þingmennsku þá er ég alltaf að sjá hana í einhverjum spjallþáttum. Hún var ekki svona áberandi á meðan hún var á þingi. Þetta er eitthvað alveg nýtt að fólk kúpli sig út af þingi og baði sig svo í sviðsljósinu. Með tilliti til þessa þá getur verið að Davíð hætti í pólitík í haust og snúi sér bara alfarið að spjallþáttunum. Það hefur nú ekki verið svo lítið grenjað yfir því að hann sé ekki mættur í hvert einasta skipti sem ljósvakamiðlar falast eftir því að hann mæti. Hvað sem hann gerir í haust að þá munu vafalaust margir gleðjast ef hann verður áfram í sviðsljósinu. Mér dettur strax í hug einstaklingar sem hafa Davíð algerlega á heilanum eins og Gunnar Smári Egilsson, Guðmundur Andri Thorsson, Eiríkur 6. Bergmann Einarsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fleiri vitsmunaverur væri svo sem hægt að telja upp hefði maður lyst á því. Þetta fólk hefur sjálfsagt hugsað til þess með hryllingi ef Davíð hyrfi af sjónarsviðinu, því þá myndi það ekki hafa neitt fyrir stafni lengur.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?