<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 25, 2004

Sögufölsun
Íslenskir sósíaldemókratar voru með fund um daginn sem fjallaði aðallega um efnahagsmál að mér skilst. Þar héldu framsögu Gylfi hjá ASÍ, Ingibjörg Sólrún borgarfulltrúi og varaþingmaður og Þorvaldur Gylfason að sjálfsögðu. Þorvaldur sem þekktastur er fyrir að predika ágæti þess sem hann kallar blandað hagkerfi, og á mjög að vera í ætt við þriðju leið Tony Blairs. Þorvaldur sagði að íslenskt hagkerfi væri ekkert opnara nú en fyrir 40 árum hvað varðar vöru og þjónustu. Það kemur ekki stórkostlega á óvart að hann skyldi reyna að finna eitthvað sem honum fyndist vera að í efnahagsstjórninni en ég sé ekki alveg hvernig þetta á að standast hjá honum. Ég las þetta í Mogganum á mánudag og rökstuðningur Þorvaldar fylgdi ekki með í fréttinni.

En mestu plássi var að sjálfsögðu eytt að fjalla um hvað Ingibjörg hefði að segja um efnahagsmál. Af henni mátti skilja að ástæðan fyrir batnandi lífsskjörum á Íslandi síðasta áratuginn væri annars vegar þjóðarsáttinni 1990 að þakka og hins vegar EES samningnum. Þar hefðu jafnarmenn verið í fararbroddi en Sjálfstæðisflokkurinn í áhorfendahlutverki eins og hún orðaði það. Sem sagt sögufölsun hjá sagnfræðingnum, sem var aðal talsmaður á stofnfundi samtaka gegn aðild að EES á áttunda áratugnum. Núna virðast jafnaðarmenn vera upphaf og endir alls góðs í heiminum að mati Ingibjargar. Fyrst var hún sósíalisti og herstöðvarandstæðingur, því næst kvennalistakona, þar á eftir samnefnari þriggja flokka í borgarstjórn og núna er hún sko jafnarmaður. Ég held að hún sé búinn að vera í jafn mörgum liðum og Mark Duffield. En ISG er að sjálfsögðu ekki tækifærisinni, nei nei, það er bara svo mikil krafa að hún sé í framboði af því hún er svo vinsæl. Og af hverju er hún svona vinsæl? Af því hún er sko klár kona sem kemur svo rosalega vel fyrir. Það skiptir engu máli hvaða steypu hún lætur út úr sér, þetta er allt jafn frábært sem frá henni kemur.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?