<$BlogRSDURL$>

Monday, March 01, 2004

KFÍ áfram á meðal þeirra bestu
Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar hefur tekist að halda sér uppi í Úrvalsdeild körfuknattleiks karla. Er það virðingarvert eftir mikið stapp í vetur í kringum erlenda leikmenn sem ýmist varð brátt í brók eða þóttu ekki samboðnir félaginu sökum almennra leiðinlegheita. Vil ég nota þetta tækifæri og óska stjórnarmönnunum og vinum mínum Torfa Jó og Dóra Magg til hamingju með árangurinn, well done. Er ég ekki hissa á því að þessir menn skuli hafa verið valdir til þess að starfa saman, enda keimlíkir í útliti og atgervi.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?