<$BlogRSDURL$>

Monday, April 26, 2004

...og heimsbyggðin fylgist agndofa með
Ég hef fylgst spenntur með BB vefnum í dag. Ekki að ástæðulausu því þar hefur hver stórfréttin rekið aðra. Þetta byrjaði allt saman með dapurlegri frétt um skemmdarverk á grasvellinum á Torfnesi. Varla hafði ég haft tíma til þess að hneykslast á þeirri frétt þegar sú næsta birtist sem fjallaði um slagsmál á Óshlíð! Einhverjir snillingar slógust um borð í leigubíl og enduðu úti í skurði á hlíðinni. Snilldartaktar sem sýna að villta vestrið stendur enn undir nafni. Því næst kom frétt um að heimsendingarbifreið Pizza 67 hefði verið stolið. Afskaplega skiljanlegur glæpur og útpældur væntanlega, enda ekki heiglum hent að komast leiðar sinnar gangandi til Hólmavíkur. Þarna var ég verulega farinn að velta því fyrir mér hvort Cocoa Puffs kynslóðin (Röggi pensill, Biggs ofl.) hefði dottið í það um helgina. En þegar orðið var frekar þungt í mér yfir lestrinum á allri þessari villimennsku, þá skellti Kristinn Hermanns inn stórfrétt sem bjargaði fyrir mér deginum: Bíla-Bergur með nýja Lotusinn á heimaslóðum.
Þarf maður að segja meira?
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?