<$BlogRSDURL$>

Sunday, April 25, 2004

Golftímabilið hafið
Gleðilegt sumar. Ég fór í mót í Leirunni á sumardaginn fyrsta í blíðskaparveðri. Var óneitanlega spenntur að sjá afrakstur æfinga og leiðsagnar frá áramótum. Þar sem ég hafði eingöngu slegið í net í vetur þá hef ég ekki getað lagt mat á flugið á boltanum. Ég var frekar hissa þegar ég fór að slá og uppgötvaði að ég er farinn að draga boltann lítillega (húkka) sem ég hef aldrei fyrr gert. Hingað til hefur það frekar verið á hinn veginn. En það er óhætt að segja að það hafi verið vorbragur yfir manni og niðurstaðan 95 högg og 26 punktar sem er alveg glatað.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?