<$BlogRSDURL$>

Friday, April 16, 2004

Mikill er máttur Ragga Ingvars
Æ færri stuðningsmenn Liverpool leggja leið sína á Anfield Road til þess að fylgjast með liðinu og hafa áhorfendatölur hjá þeim undanfarið verið sögulega lágar. Greinilegt er að mótmælaaðgerðir Liverpool-stuðningsmannsins Ragnars Ingvarssonar hafa náð eyrum ársmiðahafa á Anfield. En þannig er mál með vexti að fyrir áramót fékk ég harðorðan tölvupóst frá Ragga sem hann hafði sent á nokkra þekkta menn úr knattspyrnuhreyfingunni. Þar sagði hann mál að linni og setti stjórn Liverpool afarkosti. Annað hvort yrði Frakkinn hjartveiki Gerard Hollíhú farinn úr landi í janúar ellegar Ragnar myndi láta af áralöngum stuðningi sínum við félagið. Sem hann og gerði, eins og frægt varð meðal annars á liverpool.is. Máttur Ragga er greinilega mikill enda hefur hann ávallt haft lag á því að fá fólk á sitt band. Og nú eru heitustu stuðningsmenn félagsins lagstir á árarnar með honum og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?