<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 26, 2004

Blaðamenn og hlutleysið
Eru blaðamenn einhvern tíma hlutlausir? Þessari spurningu hef ég nokkuð verið að velta fyrir, og sennilega er svarið nei. Sjálfsagt hefur það alltaf eitthvað að segja hver skrifar fréttina. Sá ákveður nálgunina á efnið, hvar hann leitar fanga o.s.frv. Þetta er eitthvað sem verður vart umflúið og er það þá á könnu yfirmanna viðkomandi að yfirfara efnið. Ég kannast við það sjálfur sem blaðamaður, að það er ekki ýkja auðvelt að útiloka sínar skoðanir frá viðfangsefninu.

Hins vegar þykir mér það vera orðið óeðlilegt þegar blaðamenn sem fjalla um innlend stjórnmál í skjóli hlutleysis, mæta í löngum bunum niður á Austurvöll til þess að mótmæla frumvarpi sem þeim mislíkar. Þegar þeir eru búnir að mótmæla fara þeir aftur í vinnuna og skýra þjóðinni frá málinu. Svo fara þeir á netið eða í spjallþætti og hvetja fólk til þess að fara á áskorun.is. Þá er aftur haldið í vinnuna til þess að fjalla um áskorun.is og segja frá hve margir hafi nú skráð sig.

Nú er búið að gera könnun, að ósk Norðurljósa, um hversu miklu púðri fréttastofur sjónvarpsstöðvanna hafa eytt í að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið. Umsjónarmaður verksins hefur nú tekið það að sér að túlka niðurstöðurnar og er túlkun hans umdeilanleg, miðað við það sem fram kemur í könnuninni og er búið að taka þetta fyrir á Vefþjóðviljanum. En burtséð frá því að þá segir þetta auðvitað ekki alla söguna um meðferð málsins hjá fréttamönnum Stöðvar2. Þó þeir sitji á sér í sjálfum fréttatímanum, þá eru þeir úti um allan bæ að beita sér í málinu. Í spjallþáttum, á press.is og svo mæta þeir í síðdegisútvparp á Bylgjunni og hvetja fólk til þess að fara á áskorun.is. Til að mynda þá bauð Íslenska Útvarpsfélagið öllum M12 áskrifendum í Húsdýragarðinn um daginn. Afskaplega vel til fundið og höfðinglegt, og einnig alveg upplagt til þess að sitja fyrir fólki við innganginn og ota að því undirskriftarlistum fyrir áskorun.is.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?