<$BlogRSDURL$>

Friday, May 07, 2004

Boðflennan #1
Föstudagar eiga að vera skemmtilegir. Það er því alveg rakið að dagskrárliðurinn Boðflennan verði á föstudögum. Eins og fram hefur komið er þar um að ræða gestapenna úr öllum áttum þjóðlífsins. Á vaðið ríður Ólsarinn Gunni Samloka og hefur hann áður verið kynntur rækilega hér á bloggi fólksins. Hér birtist pistill hans eins og hann kom af kúnni enda síðuhaldari ekki hallur undir ritskoðun.
Ég þakka þeim sem lásu og verið hress með Helgu Kress um helgina.
Góðar stundir.

Sæll eilífðarstúdent og takk fyrir fjögur orð í garð síðuhalds míns. Verð þér að segja að þó slíkt teljist ekki til íþróttar, þá varð ég vitni að
svo stórmerkilegum atburði s.l. fimmtudag að ég sé mér ekki annað kleift en að snúa mér enn frekar að Bakkusi. Þannig æxlaðist það að síðuhaldari var staddur í Laugadalnum sér til mikillar undrunar. Samkvæmt skilyrtum hugsunum síðuhaldara þá lá leiðin á bikarúrslitaleik í einhverri íþrótt, jahhh í bezta falli á stjörnuleik Ómars Ragnarssonar í einhverri íþrótt, kannski var jú Flösi Vala og dóttir hans Völt Flasa, hin ítursænska og hástökkshoppari með stöng, í stemningu með Erekki Núll tugþrautarEistanu, Jón Fugli tvíþrautarkappa Breiðabliks, Hóran GrEdda súluhoppari og prikavinur Flösudóttur, á íslandsmeistaramóti ÍR í frjálsum, án atrenu.
Nei minn kæri Bol C vikki (Bolungur! var það landnámsmaður ykkar sveitar)SÍÐUHALDARI varð vitni að einstökum atburð, sem jú...kannski...já..nei, má tengja til íþótta að mati allavega Sammúls Garnar, íþróttafréttakonu Rúf. Íþróttaviðbjóðurinn sem boðið var upp á í höll Lauga Dal var listdans á háum hælum. Samlókur síðuhaldari settis á bekk 41 í 12. röð stúku M og var því nánast fyrir miðju. Eftir dágóða bið tók ég eftir því að meðalaldurinn þarna inni var um 50 ár og síðuhaldari eins og blökkumaður í eggjatýnslugengi LátraBjargsmanna, einn meðal 4000 50 ára gamalla kvenna. Fór þá hrollur um grannan mann. Síðuhaldari missti síðan legvatn þegar stjörnótt hetja kvöldsins steig fram. Mexíkanskur dvergur í háhælum skóm, með sítt hár (eða stutt v/stærðar hans) og magavöfð (sem leit út eins og sexpakki á venjulegum manni um 160 cm).
Kvöldið leið og leið og aldrei hætti mexíkaninn að stinga niður háum hælum sínum hratt í gólfið við undirleik spænskra tónlistarmanna og gaulara. Til að undirstrika smæð mexíkanans þá setti húsvörður hallar Lauga í Dal uppstórskjái sem sýndi dverginn í stækkaðri mynd. Allt ætlaði samt um koll að keyra þegar dvergurinn fór úr að ofan, vegna hitamollu og raka frá 4000 50 ára gömlum konum og einum grönnum síðuhaldara. Og ekki leiddist tittinum uppklapp áhorfenda. Stangaði hann niður háum hælum sínum svo hratt að ógerlegt var að sjá hvort smávaxni dverguxinn í háu hælunum væri í miklu flogaveikiskasti eða gjörsamlega við það að missa saur í buxur sínar (stuttbuxur á venjulegum manni um 160cm). Síðuhaldari finnst þessi íþrótt leiðinleg með eindæmum og ráðleggur smávöxnu fólki að snúa sér frekar úr
hálslið. Kvöldið endaði eins og það einkenntist af...helvítis góli og klappi. Síðuhaldari launar ekki manni sem borðar mikinn ís með ís og lét
það því ógert að klappa fyrir mexíkanska dvergnum, í háhælu skónum, og spænsku ræsisvinum hans. Fyrir þetta missti síðuhaldari af stórgóðum texta í bók stjórntæki stjórnvalda, The Tools of Government (Kynfæri Paul Ince).
Síðuhaldari þakkar fyrir að fá að rista pistil sinn á bjarg Bol c vikkans.
guð gefi mér frið í hjartanu og þökk fyrir stærð sína og val á skóm.
þinn einlægur Samlókur Síðuhaldari

This page is powered by Blogger. Isn't yours?