<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 04, 2004

Eiríkur Hauksson finnur fjölina
Ég hef haft afskaplega gaman af upphitunarþáttunum fyrir Eurovision svo ekki sé meira sagt. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þessu úrvals sjónvarpsefni, þá er þetta eitt af þessum sígildu samnorrænuverkefnum. Þarna eru samankomnir eurovisionsérfræðingar frá Norðurlandaþjóðunum að Færeyjum undanskildum. Og fulltrúi Íslands er enginn annar en rauðhærða undrið Eiríkur Hauksson sem tjáir sig reiprennandi á skandinavisku, enda búinn að taka þátt fyrir Noreg í keppninni auk Íslands. Í þáttunum er sýndur bútur úr öllum lögunum og sérfræðingarnir meta möguleika þeirra. Síðasti þátturinn er á laugardaginn og þá verður íslenska lagið meðal annars tekið fyrir. Ég bíð spenntur þar sem hreinskilnin hefur ráðið ríkjum í þáttunum hingað til, og þar er Erik Hawk enginn eftirbátur hinna. Ef ekki er rokk and rol í laginu og enginn með sítt hár í leðurjakka í myndbandinu, þá svívirðir hann viðkomandi lag og alla sem frá því landi koma.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?