<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 04, 2004

Gestapenninn
Ágætu lesendur. Nú hyggst blogg fólksins færa út kvíarnar og bæta nýjum dagskrárlið við síðuna. Hann mun bera nafnið "Boðflennan" þar sem útvöldum góðborgurum og þekktu fólki í þjóðfélaginu verður boðið að stinga niður penna á síðunni. Er að gera mér vonir um að liðurinn verði uppfærður á um það bil tveggja vikna fresti, þangað til ég verð farinn að ganga illilega á kunningjahópinn. Fyrsti pistillinn hefur skilað sér í hús og verður hann birtur á næstunni. Það fer vel á því að mentor minn í stjórnmálafræðinni og herbergisfélagi í Brusselferðinni, Gunnar Samloka Sigurðsson frá Ólafsvík, ríði á vaðið í þessum nýja dagskrárlið. Gunnar er penni góður og margrómaður fyrir hnittni sína og kímnigáfu þar sem hann á giftusaman feril að baki sem uppistandari. Hann hefur látið til sín taka í heimasíðubransanum og er auk þess á meðal okkar lærðustu manna, en hann leggur nú stund á mastersnám í opinberi stjórnsýslu. Ég ráðlegg lesendum að fylgjast vel með þessum dagskrárlið og vona að hann muni leggjast vel í mannskapinn.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?