<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 18, 2004

Steinerinn í urrandi gír
Maður er nefndur Vésteinn Ingibergsson. Vésteinn þessi er Stjórnmálafræðingur og stundar nú framhaldsnám af kappi við hinn kunna Essex háskóla í Englandi. Vésteinn býr á Vatnsenda en þar var platan Verkstæði Jólasveinanna tekin upp í ró og næði. Talið er að Vésteinn sé kominn í beinan karllegg af Vésteini mági Gísla Súrssonar sem veginn var í skjóli nætur á heimili Gísla. Vésteinn þykir allra manna fróðastur um reiknishlutann í Aðferðafræði I. Vésteinn hefur auk þess getið sér orð fyrir stuðning sinn við Bakkus, Fylki í Árbæ og sósíalisma. Ekki hefur Vésteinn þó verið þekktur hingað til fyrir söng en þó náði ljósmyndari bloggs fólksins þessari mynd af honum á Þorrablóti Íslendingafélagsins í London.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?