<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 15, 2004

EM rúllar af stað
Veislan er byrjuð. Lítið af mörkum enn sem komið er ef frá eru taldir Svíarnir. Mín lið í þessari keppni eins og öðrum stórkeppnum þar sem Ísland er ekki á meðal þáttakenda eru Danir og Svíar. Er sáttur við byrjun þeirra í mótinu, en leiðinlegt að þau séu í sama riðli. Dramatík hjá Frökkum og Englendingum. Það kemur ekki á óvart að Emil Heimski skyldi hleypa Frökkum inn í leikinn en hann er næst lélegasti knattspyrnumaður í heiminum í dag á eftir Helga Sigurðssyni. Einnig er ótrúlegt að jafn mikil knattspyrnuþjóð og Englendingar skuli ekki eiga betri markverði en þessa þrjá sem í hópnum eru. Frakkarnir virkuðu ekki mjög hungraðir, spurning hvort hrokinn muni bera þá ofurliði. Það sem mér fannst helst vanta hjá þeim á HM var leiðtogi. Maður tók eftir því hvað liðið var breytt þegar Deschamps og Blanc voru hættir. Nú er spurning hvort Zidane eða Vieira náði að taka leiðtogahlutverkið að sér og skila því. Ég veit ekki hverja maður á að tippa á í þessu móti. Er að spá í að hætta mér út á sylluna og spá því að Spánverjar nái að skála í 40 ára gömlu kampavíni. Þeir virkuðu sannfærandi í fyrsta leik.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?