<$BlogRSDURL$>

Friday, June 04, 2004

Hróður íslenskra knattspyrnumanna berst til Englands
Ég sá snilldarlega upphitun fyrir landskappleik Englendinga og Íslendinga í boltasparki, sem fram fer í rigningarborginni Manchester á morgun, á Sky news í gær. Íþróttafréttakonan spurði þeirra mann í Manchester um hvort hann þekkti einhverja aðra leikmenn í íslenska liðinu heldur en Guðjohnsen og svo fór hún að hlæja! Þessi mikli snillingur sem við hana ræddi sagði þá orðrétt: "The Icelandic players are known to be very physical but we have been promised that there will be no silly tackles" !!!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?