<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 22, 2004

Rokkið
Ég á systurson á fermingaraldri sem er í rokkhljómsveit og hlustar meira og minna á þungarokk. Ég gerði nokkuð af því að hlusta á rokkið á hans aldri og gaf honum um daginn tvo boli sem ég átti einhvers staðar í skápum fyrir vestan. Báðir sennilega um tíu ára gamlir; annar með Pink Floyd og hinn með Alice Cooper. Sem sagt sannkölluð klassík og féll í góðan jarðveg. Ég leitaði jafnframt mikið af AC/DC bol sem ég átti og notaði mikið í gaggó, en fann hvergi. Hætt er við því að móðir mín; Frú Margrét, hafi einhvern tíma talið að hann yrði ekki notaður meira og gefið hann til Sre bre Nizza.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?