<$BlogRSDURL$>

Thursday, July 01, 2004

Stafrænn Hákon
Maður er nefndur Ólafur Örn Jósephsson. Lék ég með honum handknattleik í eina tíð, bæði með ÍR og Fylki. Óli er með skemmtilegri mönnum og hugmyndaflugi hans eru engin takmörk sett. Hann hefur verið að gera góða hluti í músíkinni undir nafninu Stafrænn Hákon. Verð nú að játa að ég hef aðeins heyrt brotabrot af lögunum hans en hef stundum rekist á umfjöllun um hann í blöðunum. Ég var að vafra eitthvað á síðunni hjá Ödda Mugison um daginn og rakst þá á heimasíðu Stafræns Hákons. Snilldarsíða hjá honum og Breiðholtshúmorinn ekki langt undan. Mæli með þessu; gott stöff.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?