<$BlogRSDURL$>

Wednesday, August 04, 2004

Guttormur iðinn við kolann
Það þurfti ekki minna en sérstaka frétt í Fréttablaðinu í gær til þess að greina þjóðinni frá því að frægasta naut heimsins Guttormur hefði eignast afkvæmi. Er þetta þó ekki í fyrsta sinn sem Guttormi verður kálfi auðið því þetta mun vera sá 24. í röðinni. Í Húsdýragarðinum hefur loftið verið þrungið spennu vegna þessa og fram kom í fréttinni í gær að óskað hefur verið eftir nafni á kálfinn og var gefið upp netfang sem senda mætti tillögur á. Mér dettur nú ekkert frumlegra en Hjörleifur í hug.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?