<$BlogRSDURL$>

Saturday, September 04, 2004

Vindmyllur og tréklossar
Kristinn Hermanns er farinn til náms í Niðurlöndum þar sem hann hyggst leggja stund á framhaldsnám í Hagfræði í Maastricht. Þeir sem vilja fylgjast með afdrifum kappans bendi ég á rafrænt tilverustig hans þar sem reynslusögur eru byrjaðar að detta inn. Ég sá um daginn að Kristinn var í ritnefnd fyrir blaðið sem kom út vegna ráðstefnunnar Með höfuðið hátt. Hef ég hann sterklega grunaðann um að vera höfundur hins lygilega fyndna stjörnukorts sem þar er að finna. Sé einhver að lesa þetta sem ekki hefur séð blaðið, þá er stjörnukortið alger skyldulesning. Annað sem gladdi mitt litla blogghjarta var að vitnað er í blogg fólksins í blaðinu undir liðnum Vestfirskt blogg. Það sér því vart fyrir endann á velgengni þessarar bloggsíðu.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?