<$BlogRSDURL$>

Saturday, November 13, 2004

Birgir Leifur þokast nær markmiðinu
Biggi er að springa út á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék í dag á 69 höggum eða þremur undir pari, og er því á -3 samanlagt eftir þrjá hringi. Eftir fjórða hring á morgun, halda 75 efstu áfram og spila tvo daga í viðbót. 35 efstu fá fullan þáttökurétt á mótaröðinni. Biggi er í þessum skrifuðu orðum í 4. - 7. sæti sem er kyngimagnað. Hann fékk örn í dag á par 4 holu sem er óalgengt á erfiðum völlum. Bendi aftur á heimasíðu Bigga þar sem Hlöðver er á vaktinni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?