<$BlogRSDURL$>

Friday, November 05, 2004

Gummi út - Grétar inn
Ég get nú ekki neitað því að ég var reglulega kátur að sjá að Grétar Hjartarson hefði gengið til liðs við KR en hann er einn af fáum leikmönnum í deildinni sem á það til að sýna skemmtilega takta. Þetta dregur nokkuð úr þeim vonbrigðum að Gummi Ben hafi farið í Val en kannski eiga hann og Danni eftir að mynda baneitrað framherjapar en Willum er reyndar álíka sókndjarfur þjálfari og hjartveiki Frakkinn. Ég hef hins vegar meiri trú á Ólsaranum Magnúsi Gylfasyni og spennandi verður að sjá hvernig hann mun höndla Frostaskjólspressuna.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?