<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 30, 2004

Hneyksli
Ég tek undir það með stórtemplaranum DJ Base að ég er brjálaður yfir áfengis- og tóbakshækkuninni sem gengin er í gildi. Eins og ég hef nýlega ítrekað hér á síðunni: Brennivínið er orðið svo dýrt að ég hef ekki lengur efni á því að kaupa mér skó! Landsfundur Sjálfstæðisflokksins bar gæfu til þess að samþykkja einkavæðingu ÁTVR en að sjálfsögðu rataði það ekki inn í viðmiðunarplaggið sem kallað er sjórnarsáttmáli. Tek einnig undir það með Base að það er yfirgengilegt að enginn þingmaður hafi greitt atkvæði gegn þessu. Nú er ekkert annað að gera fyrir fólk en að fjölmenna til mín í bruggverslunina og leysa málið þannig.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?