Sunday, February 06, 2005
Dúfurnar og Friðarpáfinn
Geðmundur Gunnars vinur minn benti mér á stórbrotna sjónvarpsfrétt þar sem þekktasti Pólverji heims; Jóhannes Páll Páfi II var með skemmtiatriði. Alkunna er að Páfinn er með einhvern slappasta eftirlaunasamning sem sögur fara af í Evrópu og þarf hann að sinna skyldustörfunum fram í dauðaslitrurnar. Hann gerði sér dagamun í síðustu viku og tók sér frí frá því að uppræta barnamisnotkun innan sinna raða. Í staðinn fór fram athöfn fyrir fjölmiðla og almenning á Juliet svölunum hans. Var hann þar með einhverjum krökkum sem áttu að sleppa tveimur friðardúfum. Ekki voru dúfurnar fegnari frelsinu en svo að þær hreyfðu hvorgi legg né lið. Er hinn hrumi Páfi reyndi að stugga við þeim og slefa á þær, (karlinn virðist ekki ná að hemja í sér tunguna sem lafði út úr honum megnið af skemmtuninni), þá flugu þær rakleiðis inn í hlýjuna. Athöfnin varð því fyrst og fremst táknræn fyrir inniveru friðardúfna en það var líklega ekki markmiðið með skemmtiatriðinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Geðmundur Gunnars vinur minn benti mér á stórbrotna sjónvarpsfrétt þar sem þekktasti Pólverji heims; Jóhannes Páll Páfi II var með skemmtiatriði. Alkunna er að Páfinn er með einhvern slappasta eftirlaunasamning sem sögur fara af í Evrópu og þarf hann að sinna skyldustörfunum fram í dauðaslitrurnar. Hann gerði sér dagamun í síðustu viku og tók sér frí frá því að uppræta barnamisnotkun innan sinna raða. Í staðinn fór fram athöfn fyrir fjölmiðla og almenning á Juliet svölunum hans. Var hann þar með einhverjum krökkum sem áttu að sleppa tveimur friðardúfum. Ekki voru dúfurnar fegnari frelsinu en svo að þær hreyfðu hvorgi legg né lið. Er hinn hrumi Páfi reyndi að stugga við þeim og slefa á þær, (karlinn virðist ekki ná að hemja í sér tunguna sem lafði út úr honum megnið af skemmtuninni), þá flugu þær rakleiðis inn í hlýjuna. Athöfnin varð því fyrst og fremst táknræn fyrir inniveru friðardúfna en það var líklega ekki markmiðið með skemmtiatriðinu.
Passið ykkur á myrkrinu.