<$BlogRSDURL$>

Monday, April 04, 2005

Eiga starfsmennirnir ríkisstofnanirnar?
Hef aðeins verið að velta fyrir mér hvernig litið er á eignarhaldið á ríkisstofnunum. Sameignarsinnar tala gjarnan um að þjóðin eigi ríkisstofnanir og það sé betra en að einstaklingar eigi þær. Ég get ekki séð að fréttamenn á RÚV líti á sína stofnun sem eign þjóðarinnar. Þeir virðast líta á fréttastofuna sem sína eign og þeir geti lagt niður fréttatíma og stytt þá ef þeim rennur í skap. Skítt með þjónustuna við þjóðina, hinn meinta eiganda. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni hér að ég tel að þessi Auðun hafi ekki haft nægilega þekkingu til þess að verða fréttastjóri. En það breytir hins vegar ekki því að hann var metinn hæfur af ráðningarsérfræðingunum og hinir umsækjendurnir geta því ekki leyft sér hvað sem er í mótmælaskyni. Á dögunum sýndi stjórn Flugleiða ákveðið hugrekki með því að ráða 33 ára bullandi hæfa konu sem forstjóra. Með ráðningunni hefur stjórn Flugleiða vafalaust gengið fram hjá fólki með meiri reynslu og lengri starfsaldur hjá fyrirtækinu. Það er því gott að Flugleiðir er ekki ríkisstofnun því þá væri allt logandi út af þessari ráðningu. Þegar ráðið er í stjórnunarstöður þá er ekki bara hægt að miða við menntun og starfsreynslu. Leiðtogahæfileikar og mannleg samskipti eru hlutir sem þarf einnig að mæla þó það sé öllu flóknara.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?