<$BlogRSDURL$>

Monday, April 18, 2005

Ingibjörg tilbúin með afsökun
Ingibjörg Sólrún ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig ef hún skyldi tapa fyrir Össuri í formannslagnum. Hverjum verður það að kenna? Jú auðvitað Sjálfstæðismönnum. Hún lét sér ekki muna um að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að það væri allt morandi af vondum Sjálfstæðismönnum að hjálpa Össuri í formannsslag Samfylkingarinnar! Ég fullyrði að ef Sjálfstæðismenn væru með skipulegum hætti að skipta sér af einhverju slíku þá væri ég búinn að frétta af því. Þetta er auðvitað bara eins og hvert annað kjaftæði í Ingibjörgu en sniðugur varnagli. Ef hún tapar þá verður þetta bara hennar túlkun á tapinu - hún mun ekki segja að fólkið í flokknum hafi valið Össur frekar en sig, nei Sjálfstæðismenn eyðilögðu formannsslaginn. En þar fyrir utan þá vona ég að Ingibjörg vinni. Það er betra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hún vinni. Hún er það langt til vinstri að hún mun ekki taka neitt fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, hún höfðar einfaldlega ekki til kjósenda hans.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?