Sunday, April 10, 2005
Tommi seigur... ekki undir tönn
Ég lét loksins verða af því að kíkja á hina margrómuðu Hamborgarabúllu Tómasar í vikunni. Hef lengi ætlað mér að kíkja á þetta en þar sem maður er lang mest í grænmetinu og ávöxtunum þá hefur einhvern veginn ekkert orðið úr því. Það er til siðs þessa dagana að tala um Tomma borgarana sem bestu borgarana í bænum. Kannski voru væntingar mínar þess vegna óhóflegar, en að mínu mati eru þessir borgarar ekki endilega betri en sums staðar annars staðar í bænum. Ekki verri heldur, standa vel fyrir sínu. Sheikinn var ekkert að heilla mig sérstaklega enda er ég strangtrúaður á Ísbúðina á Hagamelnum og á erfitt með að gefa öðrum sheikum almennilega einkunn. Þeir höndla ekki samanburðinn. Mér fannst hins vegar margt sniðugt í sambandi við búlluna hans Tomma og það er skemmtileg stemning yfir þessu hjá honum. Meistarinn var sjálfur að steikja og alls skyns skemmtilegir miðar á veggjunum með leiðbeiningum. Matseðillinn er til dæmis bara krotaður með túss á venjulegt blað og hengdur upp. Það er áhugavert að kíkja þarna og fá sér djúsí borgara. Þetta voru ágætis tvíbökur og gef þessu hiklaust þrjár rjómabollur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég lét loksins verða af því að kíkja á hina margrómuðu Hamborgarabúllu Tómasar í vikunni. Hef lengi ætlað mér að kíkja á þetta en þar sem maður er lang mest í grænmetinu og ávöxtunum þá hefur einhvern veginn ekkert orðið úr því. Það er til siðs þessa dagana að tala um Tomma borgarana sem bestu borgarana í bænum. Kannski voru væntingar mínar þess vegna óhóflegar, en að mínu mati eru þessir borgarar ekki endilega betri en sums staðar annars staðar í bænum. Ekki verri heldur, standa vel fyrir sínu. Sheikinn var ekkert að heilla mig sérstaklega enda er ég strangtrúaður á Ísbúðina á Hagamelnum og á erfitt með að gefa öðrum sheikum almennilega einkunn. Þeir höndla ekki samanburðinn. Mér fannst hins vegar margt sniðugt í sambandi við búlluna hans Tomma og það er skemmtileg stemning yfir þessu hjá honum. Meistarinn var sjálfur að steikja og alls skyns skemmtilegir miðar á veggjunum með leiðbeiningum. Matseðillinn er til dæmis bara krotaður með túss á venjulegt blað og hengdur upp. Það er áhugavert að kíkja þarna og fá sér djúsí borgara. Þetta voru ágætis tvíbökur og gef þessu hiklaust þrjár rjómabollur.
Passið ykkur á myrkrinu.