<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 28, 2005

Munnmælasögur#27
Fyrir mörgum árum kom hljómsveitin Iron Maiden til landsins og hélt tónleika líkt og nú. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar ekki búnir að klippa sig stutt og farnir að fljúga flugvélum. Söfnuðust þar saman helstu rokkarar landsins. Jón Smári Jónsson vinur minn frá Ísafirði var staddur á höfuðborgarsvæðinu í keppnisferð með sundfélaginu Vestra. Hugði hann gott til glóðarinnar en fékk fljótlega þær skipanir að þar sem hann væri að keppa í sundi þá fengi hann ekki leyfi til þess að sækja tónleikana. Jón hugsaði málið og tók svo yfirvegaða ákvörðun: Hann hætti að æfa sund og fór á tónleikana! Félag íslenskra stórrokkara ætti að mínu mati að heiðra Jón fyrir þetta fordæmi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?