<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 01, 2005

Námið
Skellti mér í aðferðafræðipróf í maí svona til gamans. Náði því með naumindum þrátt fyrir geysilegt tímahrak, þar sem 20% voru skilin eftir ósnert. Það sem er athyglisvert er að prófinu var skipt upp í tvo hluta þar sem reikningur var 35%. Í þeim hluta var ég næst hæstur! Öðruvísi mér áður brá! Nú er bleik brugðið! Ég held að þetta unga fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ég fékk sem sagt um 25 stig af 35 mögulegum þeim megin og 25 stig af þeim 45 sem ég gerði hinu megin (við móðuna). Tveir aðferðafræðikúrsar eftir, er að spá í tækla einn í ágúst og einn í des. Gangi það eftir er síðuhaldari orðinn einn af okkar lærðustu mönnum í febrúar.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?