<$BlogRSDURL$>

Wednesday, August 24, 2005

Gullplata frá Lúdó
Lúdó og Stefán eru búnir að senda frá sér meistaraverk en þessir menn hafa verið í rokkinu í 45 ár, (hverjir eru þessir Rolling Stones?) Skólastjórinn á Grenivík var reyndar svekktur yfir því að Berti Möller væri ekki með á þessari plötu, en það er ekki á allt kosið. Mér hefur áskotnast eintak af þessari plötu og þarna eru nokkrir slagarar sem eiga eftir að verða ódauðlegir. Stebbi í feiknaformi miðað við aldur og fyrri störf. Blogg fólksins hefur fyrir því öruggar heimildir að plötunni hafi verið stillt upp á besta stað í Samkaup á Ísafirði. Mæli með þessu stöffi.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?