<$BlogRSDURL$>

Friday, August 19, 2005

Gunni á X-inu
Eins og fram hefur komið hér er Gunnar Group nú dottinn í útvarpsþátt á X-inu alla virka morgna ásamt einhverjum Mána. Ég hlustaði á lok þáttarins í morgun þar sem þessir gullmolar meðal annara ultu af vörum Gunnars sem var einn í þættinum í morgun í fyrsta skipti vegna barneigna hins þáttastjórnandans: "Drekkið í ykkur menningu um helgina og dreypið vel af veigum Bakkusar." Hann endaði á þessum nótum og bætti við: "Þessi morgun hefur verið eins og heilablóðfall vegna þess að hann Máni minn var að fæða barn." Þar hafið þið það. En ég hjó eftir því að Gunnar ætlar að vera með forsprakka Fazmo-klíkunnar í viðtali á þriðjudagsmorguninn...það verður eitthvað.
Megi mikil ölvun verða á vegi ykkar á menningarnótt og fáum flugeldum skotið upp á kostnað orkunotenda.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?