<$BlogRSDURL$>

Friday, September 02, 2005

Brostnar vonir
Ég rakst á blað í fórum mínum frá árinu 1995 en um er að ræða enska knattspyrnutímaritið Match. Það er skemmtilegt frá því að segja að þar eru nefndir til sögunnar 11 leikmenn sem Englendingar bundu þá mestar vonir við sem framtíðarmenn. Er þarna er komið sögu eru Englendingar að undirbúa sig undir að halda EM 96 og voru þessir efnilegu leikmenn hugsaðir til þess að spila á HM 98 og vinna, eða vinna HM 2002. Það er skemmtilegt að telja upp þessi nöfn í dag og sjá hvernig til hefur tekist. Þessar ellefu framtíðarstjörnur árið 1995 eru eftirtaldar: Jamie Redknapp, Ian Walker, Sol Campbell, Stan Collymore, Peter Fear!, Trevor Sinclair, Nick Barmby, Robbie Fowler, Kevin Gallen, Garry Flitcroft, og Lee Clark. Já margt fer öðruvísi en ætlað er, en kannski er best að láta lesendum það eftir að dæma um hvernig til hefur tekist með þessar framtíðarstjörnur sem áttu að leiða England til fyrirheitnalandsins.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?