<$BlogRSDURL$>

Tuesday, September 06, 2005

Ágætis pistill Kolbrúnar Bergþórs
Kolbrún Bergþórs er með ágætis pistil inni á heimasíðu Einars Kristins um meinta kosti samstarfs Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það er svo sem ekki nýtt af nálinni að hún tali fyrir þessu, en í þessum pistli er hún að rökstyðja skoðun sína á sinn hátt. Kris og Gunni Valþórs í eina sæng? Það er sperningin. Ég hef stundum gaman af Kolbrúnu, stundum ekki. Bara eins og gengur en þessi pistill er ágætis innlegg. Hrósa Einari í leiðinni fyrir að bjóða pólitískum andstæðingum að skrifa á síðuna hans. Ekki óvitlaust. Þetta hef ég einnig gert með því að leyfa alls konar fólki að commentera á þessa ágætu síðu. Gefur þetta umburðarlyndi mínu glöggt vitni.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?