Saturday, October 08, 2005
5 sjokkerandi játningar
DJ Base og D.E.A. hafa báðir klukkað mig og nú er bara að standa sig. Eftir að hafa lagst í nokkra rannsóknarvinnu þá hef ég fundið út að í þessu felast fimm játningar sem ólíklegt er að aðrir viti af og óþægilegt sé að játa:
- Ég fékk 10 í stærðfræði þegar ég var 10 ára. Einkuninn hafði lækkað um helming á samræmdu og hélst sú sama í öllum framhaldsskólaáföngum í greininni.
- Ég hef orðið flughræddur með aldrinum, eitthvað sem hrjáði mig aldrei þegar ég var upp á mitt besta. Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að örlög misskildra snillinga eins og mín séu í dramatískari kantinum.
- Ég á ekki til 12 milljónir króna. Ef ég ætti þær þá léti ég Hannes frænda fá þær.
- Ég er með Superman-sjón þegar kemur að því að lesa blöð eða glápa á tölvuskjá. En þegar ég þarf að rýna í eitthvað í fjarlægð þá er allt í móðu.
- Mér finnst ég geysilega skemmtilegur með víni og geng út frá því að öðrum finnist það líka.
Gangið á Guðs vegum.
DJ Base og D.E.A. hafa báðir klukkað mig og nú er bara að standa sig. Eftir að hafa lagst í nokkra rannsóknarvinnu þá hef ég fundið út að í þessu felast fimm játningar sem ólíklegt er að aðrir viti af og óþægilegt sé að játa:
- Ég fékk 10 í stærðfræði þegar ég var 10 ára. Einkuninn hafði lækkað um helming á samræmdu og hélst sú sama í öllum framhaldsskólaáföngum í greininni.
- Ég hef orðið flughræddur með aldrinum, eitthvað sem hrjáði mig aldrei þegar ég var upp á mitt besta. Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að örlög misskildra snillinga eins og mín séu í dramatískari kantinum.
- Ég á ekki til 12 milljónir króna. Ef ég ætti þær þá léti ég Hannes frænda fá þær.
- Ég er með Superman-sjón þegar kemur að því að lesa blöð eða glápa á tölvuskjá. En þegar ég þarf að rýna í eitthvað í fjarlægð þá er allt í móðu.
- Mér finnst ég geysilega skemmtilegur með víni og geng út frá því að öðrum finnist það líka.
Gangið á Guðs vegum.