<$BlogRSDURL$>

Thursday, October 06, 2005

Fréttafárið
Það er víst eitthvað Baugsmál búið að vera í gangi. Fyrir mína parta þá finnst mér ekkert fréttnæmt við það að Kjartan Gunnarsson þekki bæði Styrmi Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og tali við þá. Það lá alveg fyrir. Ég ætla hins vegar að taka aðeins fjölmiðlavinkilinn á þetta. Ef maður ber saman umfjöllun dagblaðanna þriggja á fyrstu dögum "málsins" þá er athyglisvert að ekkert þeirra er með sama fréttamatið. Fréttablaðið Fréttablaðið reynir markvisst að gera Sjálfstæðisflokkinn tortryggilegan og fjallar aðallega um samband þessara þriggja manna. Blaðið Blaðið fjallar aðallega um að tölvupósti hafi verið stolið og hvaða viðurlög liggi við slíku. Morgunblaðið Morgunblaðið fjallar aðallega um umfjöllun um ristjóra blaðsins. Ef menn vilja telja DV með í blaðaflórunni þá lögðu þeir að sjálfsögðu áherslu á persónulegar árásir. Sama hvaða afstöðu fólk tekur(ef það þá tekur einhverja afstöðu) þá er athyglisvert að bera þetta saman. Ljóst er að blöðin eru öll að reyna að ná fram einhverju markmiði með fréttunum í stað þess að greina bara frá. Þau hafa öll lagt af stað með einhverjar forsendur sem unnið er útfrá. Sú staðreynd finnst mér merkileg, sérstaklega í ljósi þess hve margir hafa galað hátt um að fréttastofur séu hlutlausar og viti svo gott sem ekkert af því eignarhaldi sem þau starfa undir. Það eina sem mér fannst fréttnæmt í þessu er það að ristjóri Morgunblaðsins sé að hjálpa manni að fara í mál við menn sem reka fjölmiðil sem eru í samkeppni við Morgunblaðið. En allar þær langsóttu tilraunir sem gerðar hafa verið til þess að renna stoðum undir dylgjur varðandi bláu höndina hans Hallgríms Helgasonar finnast mér vera sóun á pappír og prentverki.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?