<$BlogRSDURL$>

Friday, November 18, 2005

Magga Scheving ógnað?
Síðuhaldari hefur áttað sig á þeirri óumflýjanlegu staðreynd að hann eldist eins og annað fólk. Þegar þessi hugsun heltekur síðuhaldara grípur hann gjarnan til þess ráðs að kynna sér hvað Playstation kynslóðin hefur fyrir stafni. Nú til dags er unga fólkið upp til hópa að taka persónuleikapróf á Netinu. Síðuhaldari ákvað því að gera slíkt hið sama og er hann hræddur um að einhverjum af hans traustustu lesendum kunni að finnast niðurstöðurnar í fyndnara lagi svo ekki sé fastara að orði kveðið. Niðurstöðurnar úr Tröllaprófinu eru eftirfarandi:Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað."Áfram Latibær, I'll be back!"Hvaða tröll ert þú?

Jahá þar hafið þig það. Don´t be economic girlie men.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?