<$BlogRSDURL$>

Thursday, December 08, 2005

Ég með þrjár tilnefningar
Robbi og drengirnir í hljómsveitinni Ég eru að uppskera laun erfiðisins. Ég er með þrjár tilnefningar í íslensku tónlistarverðlaununum, þar af besta plata í rokki/jaðar og besta lagið: Eiður Smári. Þetta er vægast sagt magnað. Eru menn að komast af jaðrinum og inn í hlýjuna? Það á væntanlega eftir að koma í ljós. Einnig má það koma fram hér að það liggur fyrir umsókn frá Ég um að vera með á Aldrei fór ég suður 2006, en síðuhaldari og Hr. formaður: Pétur Magnússon, höfum pressað það.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?