<$BlogRSDURL$>

Friday, December 30, 2005

Gummi Steingríms og jólatextarnir
Las einhver ykkar bakþanka Gumma Steingríms aftan á fréttablaðinu 24. desember? Síðuhaldari er svolítið seinn á sér að benda á þetta, en þeir voru stórsniðugir. Þar tók hann aðeins fyrir texta í rótgrónum íslenskum jólalögum. Skemmtilegar pælingar. Til dæmis af hverju gamli maðurinn svarar bara út og suður þegar búið er að ganga yfir sjó og land og spyrja hvar hann á heima! Mæli með þessum tvíbökum fyrir þá sem ekki hafa hent þessu blaði.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?