<$BlogRSDURL$>

Friday, December 16, 2005

Jólastemmarinn
Síðuhaldari er að komast í jólastemninguna. Fór síðastliðinn laugardag að sjá jólaleikrit Hugleiks, sem er íslensk landbúnaðarútgáfa af hinni klassíska jólaverki Charles Dickens; Scrooged sem einhvern tíma var þýtt Draumur á Jólanótt. Þekki stykkið svo sem vel, hef til að mynda séð það í útgáfu Prúðuleikarana auk þess sem ég á videóspólu fyrir vestan með nútímaútgáfu á Scrooged. Þar fer einn upppáhaldsleikari síðuhaldara, Bill Murray, á kostunum öllum. Þetta var ljómandi fín sýning. Pirraði mig reyndar pínulítið þegar ég áttaði mig á því að ég var staddur á barnasýningu, en það slapp fyrir horn. (Merkilegt hvað ókunnugt fólk tekur því illa þegar maður rasskellir krakkaormana þeirra.) Ég þekki Fríðu í Hugleik en þarna voru nú fleiri leikendur sem maður kannaðist við: til dæmis var Jón Geir trommari þarna á hlaupum og ein af unnustum Magnúsar Más var þarna gólandi. Kvöldið eftir fór síðuhaldari á jólahlaðborð með dönskum brag á Loftleiðum. Þar borðaði síðuhaldari yfir sig af danskri síld, fór heim í sófa í læsta hliðarlegu og rankaði við sér morguninn eftir, ennþá saddur! Já nú skilur maður hvað slökkvuliðsmennirnir eru að meina þegar þeir segja að hætturnar leynist víða á aðventunni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?