<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 10, 2006

Deila Hallgríms og Egils um Moggann
Egill Helgason skrifaði pistil um daginn á Vísi þar sem hann setti mjög út á grein sem Hallgrímur Helgason hafði skrifað um Moggann. Var sú grein víst full af heift og árásum. Árásirnar voru víst ekki bara á blaðið heldur líka persónulega á Matthías og Styrmi. Smekklegheit hafa kannski aldrei verið sterkasta hlið Hallgríms þó innlegg hans séu oft hressandi. En hann er orðinn eitthvað ógurlega bitur í seinni tíð. Það væri gaman að vita hvort Hallgrími finnist Styrmir og Matthías fara halloka í samanburði við aðra kollega þeirra eins og Jónas, Illuga, Mikael eða Gunnar Smára. Kannski eru það allt stakir heiðursmenn að mati Hallgríms, maður spyr sig. Annars eru fínir punktar í þessu hjá Agli og fremur sjaldgæft að hann sé svo ósammála Hallgrími auk þess sem Egill tekur sjaldnast upp hanskann fyrir Moggann.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?