<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 21, 2006

París#1
Síðuhaldari brá sér frá til París á miðvikudaginn til þess að kynna sér franskar bloggsíður og nýjungar í bloggheiminum. Lesendur fengu því frí á meðan. Úr því verður bætt á næstu dögum með því að veita ykkur innsýn í franskt mannlíf. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Frakkar eru sturlaðir í litlu hauskúpunum sínum. Ég er nú orðinn sérfræðingur í parísku metrói og gæti kennt á metróið í París í einhverjum háskólum. Einn daginn sat rosalega bilaður maður á móti mér í metróinu. Þegar hann starði á mig þá blikkaði hann ekki. Blikkaði bara aldrei augunum. Ef fólk blikkar ekki augunum þá er eitthvað að gerast.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?