Wednesday, May 10, 2006
Fjölmiðlar 2005
Út er komin bókin Fjölmiðlar 2005 eftir Ólaf Teit Guðnason blaðamann á Viðskiptablaðinu. Fyrir þá sem ekki vita þá skrifar hann vikulega pistla um vinnbrögð fjölmiðla, aðallega íslenskra fjölmiðla. Bókin er því samansafn þessara pistla frá árinu 2005. Einnig hefur komið út bókin Fjölmiðlar 2004. Er þetta eina reglulega gagnrýnin sem íslenskt fjölmiðlafólk fær opinberlega. Það var því vægast sagt einkennilegt að ENGINN íslenskur fjölmiðill fjallaði um fyrri bókina með ritdómi og eru þó fjallað um ósköpin öll af íslenskum bókum með þeim hætti. Það virðist vera að bragarbót verði gerð á þessu því í dag eyddi Blaðið einni blaðsíðu í viðtal við Ólaf vegna bókarinnar. Ég las fyrri bókina og var bæði hrifinn og sleginn. Hún er skyldulesning fyrir alla sem fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum. Bækurnar eru fáanlegar í bóksölu andriki.is fyrir tæplega tvö þúsund krónur og er sendingarkostnaður hvert á land sem er innifalinn í verðinu. Dúnna á þetta sjálfsagt líka á bókasafninu.
Út er komin bókin Fjölmiðlar 2005 eftir Ólaf Teit Guðnason blaðamann á Viðskiptablaðinu. Fyrir þá sem ekki vita þá skrifar hann vikulega pistla um vinnbrögð fjölmiðla, aðallega íslenskra fjölmiðla. Bókin er því samansafn þessara pistla frá árinu 2005. Einnig hefur komið út bókin Fjölmiðlar 2004. Er þetta eina reglulega gagnrýnin sem íslenskt fjölmiðlafólk fær opinberlega. Það var því vægast sagt einkennilegt að ENGINN íslenskur fjölmiðill fjallaði um fyrri bókina með ritdómi og eru þó fjallað um ósköpin öll af íslenskum bókum með þeim hætti. Það virðist vera að bragarbót verði gerð á þessu því í dag eyddi Blaðið einni blaðsíðu í viðtal við Ólaf vegna bókarinnar. Ég las fyrri bókina og var bæði hrifinn og sleginn. Hún er skyldulesning fyrir alla sem fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum. Bækurnar eru fáanlegar í bóksölu andriki.is fyrir tæplega tvö þúsund krónur og er sendingarkostnaður hvert á land sem er innifalinn í verðinu. Dúnna á þetta sjálfsagt líka á bókasafninu.