<$BlogRSDURL$>

Tuesday, September 19, 2006

Af barneignum
Verndari Bloggs fólksins: HáEmm, hefur sett hnefann í borðið og brugðist við fólksfækkun á Ísafirði með eigin ráðum. Eignaðist hann tvö börn í einu á dögunum og það með sömu konunni. Mun vera talað um tvíbura í slíkum tilfellum. Vitað er af einu dæmi að minnsta kosti um að til séu tvíburar frá Hnífsdal og er reynslan af þeim víst svona og svona. Ljóst má vera að frændur hinna nýfæddu tvíbura Pétur Magnússon og Jón Smári Jónsson séu búnir að setja sig í barnapíu-stellingarnar. Blogg fólksins óskar Dóra og Huldu til hamingju.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?